Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum hagnaðist um 16 milljónir danskra króna, jafnvirði tæpra 350 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er tæpum sex milljónum minna en á sama tíma. Þessu samkvæmt nam hagnaður Atlantic Petroleum 37,8 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er tæpum þremur milljónum minna en í fyrra.

Ben Arabo, forstjóri Atlantic Petroleum, er hæstánægður með uppgjörið enda jókst rekstrarhagnaður verulega á milli ára. Hann han 55,7 milljónum danskra króna á þriðja ársfjórðungi og samtals 133 milljónum danskra króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Annar eins hagnaður hefur aldrei áður sést í sögu fyrirtækisins.

Veruleg tekjuaukning skýrir bætta afkomu félagsins, að því er fram kemur í uppgjöri Atlantic Petroleum.

Uppgjör Atlantic Petroleum