Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði rétt rúmum 2,4 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmra 50 milljóna íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 21,7 milljónir danskra króna á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í uppgjöri Atlantic Petroleum að tekjur námu 214,2 milljónum danskra króna samanborið við 279,4 milljónir króna í fyrra. Meðalverð á olíutunnu nam 108,5 dölum.

Fram kemur í uppgjörinu að olíuframleiðsla sé í takt við áætlanir og sé reyndar olíuvinnsla á Chestnut-svæðinu yfir væntingum.

Uppgjör Atlantic Petroleum