Atlantic Petroleum UK Limited, dótturfélag færeyska olíuleitarfyrirtækisins Atlantic Petroleum, tilkynnti í morgun að félagið hefði náð samkomulagi við Nexen Petroleum um að kaupa aukin hlut í leitarverkefni á Perth svæðinu.

Perth svæðið er í Norðursjó, vestur af Bretlandseyjum.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar hefur Atlantic Petroleum keypt um 4,2% hlut í verkefninu og á nú um 6,6% hlut.