*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 16. nóvember 2004 09:22

Atlantsolía hefur sölu í Þorlákshöfn

Ritstjórn

Atlantsolía hefur sett upp 7.500 lítra dieselolíutank á höfnina í Þorlákshöfn. Afgreiðslubúnaður tanksins er nýlunda hjá fyrirtækinu því hann samanstendur að sjálfvirkri dælu, kortasjálfsala og slöngueiningu. Á slöngueiningunni er 30 metra slanga sem dreginn er út við afgreiðslur. Kortasjálfsalinn er nýrrar gerðar sem hefur verið í notkun á Íslandi nú um nokkurra mánaða skeið en samskiptin hins vegar milli sjálfsalans og kortafyrirtækjanna fer hins vegar í gegnum GSM kerfi Og Vodafone og er það nýjung hér á landi að hafnartankar fari þessa leið.

Ætlunin er að hafnartankurinn nýtist heimamönnum og öðrum sem leið eiga um höfnina í Þorlálshöfn og nota dieselolíu á vélar sínar.