Atlantsolía hefur sótt um lóðir fyrir bensínstöðvar í Sandgerði og Grindavík. Í Víkurfréttum kemur fram að bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til að tekið verði tillit til umsóknar Atlantsolíu við gerð deiliskipulags fyrir íbúabyggð norðan Grindavíkurbæjar. Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur vísað erindi Atlantsolíu til fagráðs innan bæjarins þar sem tekin verður ákvörðun um staðsetningu.

Samkvæmt frétt Víkurfrétta hefur Atlantsolía hug á að sækja um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð sem opin yrði allan sólarhringinn.