Nýtt félag, Atlantsolía Holdings ehf. hefur verið stofnað. Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að stjórn félagsins var skipuð þann 20. júlí s.l. en kennitala félagsins er 520809-9960 sem þýðir að félagið hefur verið formlega stofnað þann 12. ágúst s.l.

Stjórnarformaður Atlantsolíu Holdings er Guðmundu Kjærnested, sem jafnframt er stjórnarmaður Atlantsolíu. Þá situr faðir hans, Símon Kjærnested, sem er fjármálastjóri Atlantsolíu, jafnframt í stjórn hins nýja félags.

Samkvæmt Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins kaup, sala og eignarhald á verðbréfum, kaup, sala og rekstur fasteigna og lausafjár ásamt lánastarfssemi tengd rekstrinum og annar skyldur rekstur. Hlutfé félagsins er við stofnun 500 þúsund krónur.

Símon vildi, í samtali við Viðskiptablaðið, ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði í Lögbirtingablaðið þegar spurt var um tilgang félagsins. Hann tók þó fram að ekki stæði til að breyta eignarhaldinu á Atlantsolíu.