DSV Air & Sea í Hollandi hefur tekið við sem umboðsaðili heilgámaflutninga hjá Atlantsskipum í Evrópu.

DSV Air & Sea er danskt fyrirtæki sem starfar að flutningsmiðlun um allan heim. Fyrirtækið var fyrir umboðsaðili lausavörusendinga Atlantsskipa á meginlandi Evrópu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Atlantsskipum.

Með þessum samningi annast DSV Air & Sea því bæði lausavörusendingar og heilgámasendingar fyrir Atlantsskip í Evrópu líkt og félagið hefur gert í Skandinavíu.

Félagið er sameinað fyrirtæki Frans Maas og DFDS Transport. Hjá því vinna um 10.000 manns á 250 skrifstofum í 29 löndum. Atlantsskip og DSV vinna nú saman að flutningum frá Evrópu, Asíu og vesturströnd Bandaríkjanna.

DSV Air & Sea tekur við af Kloosterboer sem hefur verið samstarfsaðili Atlantsskipa um nokkurt skeið.