Atlantsskip mun hefja vikulegar viðkomur í Vlissingen í Hollandi. Ástæður þessarra breytinga eru nokkrar segir í tilkynningu félagsins. "Atlantsskip fær betri þjónustu við skipakost fyrirtækisins, styttri siglingaleið, skemmri afgreiðslutíma við losun og lestun. Einnig er hér um betri tengingu við meginland Evrópu að ræða hvort sem litið er til inn- eða útflutnings en í Vlissingen öðlast Atlantsskip aðgengi að gríðarlega öflugri frystigeymslu sem og dreifingu afurða á markaði um allan heim," segir í tilkynningunni.

Með þessu eiga viðskiptavinir Atlantsskipa að fá traustari farveg fyrir farm sinn. Breytingin mun eiga sér stað 15. janúar n.k.