Á fundi þingflokks Vinstri Grænna í morgun skýrðu þau Atli Gísalson og Lilja Mósesdóttir frá ákvörðun sinni um að segja skilið við þingflokkinn. Á blaðamannafundi í dag sagði Atli að lengi hafi verið ágreiningur í flokknum sem náði vissum hæðum við afgreiðslu fjárlaganna. Við afgreiðslu þeirra var óskað eftir því að Atli og Lilja myndu lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Atli sagði að þau töldu að þau gætu ekki gefið út slíka yfirlýsingu.

Á blaðamannafundinum sögðu þau að þrátt fyrir að eiga marga góða samherja innan VG þá telji þau sig ekki geta stutt allar ákvarðanir núverandi ríkisstjórnar.

Lílja sagði það ljóst að þau hafi lýst ítrekað yfir óánægju með ákvarðanir og telja ríkisstjórnina um of fylgja ákvörðunum AGS. Vinnubrögð í kringum fjárlagafrumvarpið hafi verið ólýðræðisleg og ríkisstjórnin ekki einbeitt sér að því sem máli skiptir. „Fjárlögin sem voru samþykkt um áramót hafa leitt til fjölda uppsagna, sérstaklega kvenna," sagði Lilja.

Málsvari AGS

Hún sagði að fyrir kosningar hafi VG verið mótfallið samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nú sé það breytt, forystan sé orðin einhversskonar málsvari AGS á Íslandi, sagði Lilja. Hún segir að margir erlendir hagfræðingar hafi bent á að AGS fari of geyst í niðurskurði.

Lilja gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir aðgerðir gegn skuldavanda heimilanna og afgreiðslu fyrri Icesave-samninga. Hún sagði að ekki hafi verið staðið við loforð um að standa vörð um heimilin í landinu.

Í stjórnarandstöðu í ESB-máli

Atli sagði að hann hefði í raun verið í stjórnarandstöðu í ESB-máli. Hann sagði að sífellt fleiri mál ættu nú bein og óbein tengsl við Evrópusambandsaðild. "ég hef síðan sagt það að umsóknin er í pólitísku öngstræti og að aðlögunarferli er haldið frá þjóðinni." Atli gagnrýni að pólitískum spurningum í rýnivinnu hafi verið svarað af utanríkisráðuneytinu. Svörum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi verið ýtt til hliðar í þeirri vinnu.

Atli sagði ákvörðunina