*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 7. febrúar 2006 15:57

Áætluð skuldabréfaútgáfa Kauþings fær hæsta mögulega lánshæfismat

Ritstjórn

Áætluð skuldabréfaútgáfa Kaupþings banka vegna fjármögnunar á íbúðalánum hefur fengið hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, Aaa, hjá matsfyrirtækinu Moody's Investors Service. Greint var frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Lánshæfismat Kaupþings banka er lægra en einkunn skuldabréfaútgáfunnar og er A1.

Bankinn segir að ástæðan fyrir hærra lánshæfismati útgáfunnar, sem er sú sama og Ríkissjóðs, sé að auk ábyrgðar Kaupþings banka á greiðslu eru bréfin tryggð með með ábyrgð sem er sérstaklega afmörkuð við íbúðalan sem bankinn hefur veitt.

"Það eru tímamót í íslenskri fjármálasögu þegar skuldabréf útgefin af einkareknum banka fá í fyrsta sinn hæstu lánshæfis einkunn sem gefin er," sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans.

Hann sagði lánshæfiseinkunina auðvelda bankanum að halda íbúðavöxtum lágum, en Kaupþing banki býður enn 4,15% vexti á íbúðalánum. Ekki kom fram hvort að bankinn geti lækkað íbúðavexti í kjölfar útgáfunnar.