Áætlað er að tekjur Dagsbrúnar hf. á þessu ári verði á bilinu 21.500 til 22.500 milljónir króna og að hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði verði 3.800 til 4.100 milljónir króna. Þetta kom fram á kynningu stjórnenda félagsins með markaðsaðilum fyrr í dag. Þar kom einnig fram að það er markmið Dagsbrúnar að tvöfalda umsvif sín á 12 til 18 mánuðum.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar Dagsbrúnar nemi 1.600 til 1.700 milljörðum króna á þessu ári.

Á fundinum ræddi Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, um framtíðarsýn fyrirtækisins. Þar kom fram að félagið hefði orðið mikla sérþekkingu á sviði samruna og yfirtaka og því mætti ræða um það sem vaxtarfyrirtæki. Einnig hélt hann því fram að félagið skilaði árangri með innri vexti.

Gunnar Smári sagði hins vegar að það væri ekki hollt að vaxa of mikið á íslenskum markaði og því væri nauðsynlegt að vaxa út á við.

Hann benti á að félagið inni á stórum vaxandi neytendamörkuðum og væri félagið skilgreint sem sem sölu- og markaðsdrifið þjónustufyrirtæki.