Eins og fram hefur komið hafa Og fjarskipti hf. Tryggt sér allt hlutafé í færeyska fjarskiptafyrirtækinu P/f Kall. Fyrir átti félagið 82,1% hlut í félaginu. Viðskiptin eiga sér stað á genginu 18 DKK og var kaupverð greitt með peningum. Heildarhlutaafé Kalls p/f er 3.404.600. Viðskiptin áttu sé stað með milligöngu Kaupþings banka í Færeyjum.

Áætluð velta P/f Kall er 650 milljónir kr. og EBITDA er áætluð um 130 m.kr. á árinu 2005. Velta félagsins nam 540 m.kr. á árinu 2004. Gert ráð fyrir jákvæðri afkomu á árinu eins og í fyrra. Áætlaðar fjárfestingar á árinu 2005 eru áætlaðar 12% af veltu en til lengri tíma um 10%. Vaxtaberandi skuldir félagins nema um 290 m.kr.

Kall er ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki sem hefur um 15% markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Markaðshlutdeild félagsins á GSM markaði er um 25%. Stjórnendur Og fjarskipta sjá tækifæri til vaxtar á færeyska markaðnum enda er notkun á fjarskiptaþjónustu enn sem komið er nokkuð minni en þekkist á Íslandi. Og fjarskipti telja að hægt sé að samnýta tækniþekkingu og tæknibúnað fyrirtækjanna á hagkvæman hátt auk þess sem stefnt er að samvinnu við Og Vodafone í vöruþróun og markaðsmálum. Kall verður áfram rekið sem sjálfstætt færeyskt fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa 18 manns.