Íbúðalánasjóður hefur endurskoðað áætlun sína um útlán, útgáfu íbúðabréfa og reiðslur 2008. Helsta ástæða endurskoðunarinnar eru minnkandi umsvif á fasteignamarkaði. Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa sjóðsins fyrir árið 2008 til fjármögnunar nýrra útlána er 35-41 milljarður króna, sem er lækkun um 14-16 milljarða frá fyrri tölum.

Áætlað er að ný útlán sjóðsins verði á bilinu 49-55 milljarðar króna árið 2008, sem er lækkun um 8-10 milljarða frá fyrri áætlun. Sjóðurinn lánaði út fyrir 7,3 milljarða á fyrstu 2 mánuðum ársins.