Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn samdi í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Á vef Seðlabankans kemur fram að til þess að tryggt sé að jafnvægi efnahagslífsins raskist ekki þegar höftin hverfa verður afnámi þeirra skipt í áfanga og hver þeirra háður því að ákveðnum skilyrðum hafi verið fullnægt.

Að uppfylltum skilyrðum verður byrjað á að aflétta takmörkunum á fjármagnshreyfingum sem ekki eru líklegar til að valda óstöðugleika, en öðrum höftum ekki fyrr en þeim áfanga hefur verið lokið með góðum árangri.

Sjá nánar á vef Seðlabankans.