Bretar setja í gang í dag áætlunina „bangers for cash program” eða peninga fyrir druslurnar, líkt og Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir um að veita eigendum gamalla bíla styrki til að endurnýja bíla sína. Felur áætlunin í sér að eigendur notaðra bíla undir 3,5 tonnum að eigin þyngd og eru skráðir fyrir 21. ágúst 1999 munu eiga kosta á 2.000 punda (um 384.000 krónur) afslætti af nýjum bílum.

Mun ríkið og bílaframleiðendur skipta afslættinum á milli sín. Gildir tilboðið til 28. febrúar 2010 eða þar til 300 milljóna punda fjárveiting ríkisins vegna þessa rennur út.

Með þessu er ætlunin að endurlífa bílamarkaðinn en sala á nýjum bílum hefur dregist saman um 25% síðan í fyrra. Mun tilboðið gilda fyrir alla eigendur 10 ára og eldri bíla eða svokallaðra “bangers” sem er slanguryrði sambærilegt við íslenska orðið druslur. Þær verða þó verða að vera ökufærar eða „roadworthy” eins og Bretarnir kalla það.