Gera má ráð fyrir nokkuð áhugaverðum aðalfundi Vodafone sem haldinn verður síðdegis í dag. Sex einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins og sækjast þar eftir fimm stjórnarsætum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins snúast helstu átökin um framboð Vilmundar Jósefssonar, framkvæmdastjóra hjá Svartá og fv. formanns Samtaka atvinnulífsins, og Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Fjórir af núverandi stjórnarmönnum gefa kost á sér til endurkjörs en auk Heiðars Más, sem kemur nýr inn í stjórn nái hann kjöri, hefur Hjörleifur Pálsson, fv. fjármálastjóri Össurar, boðið sig fram í stjórn.

Heiðar Már og Vilmundur munu báðir sækjast eftir stjórnarformennsku í Vodafone nái þeir kjöri í stjórn félagsins. Vilmundur nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem er næststærsti hluthafinn í Vodafone með um 12% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.