Olíuverð hefur rokið upp í morgun og hækkað um 3% á mörkuðum í Lundúnum og eins í utanþingsviðskiptum í New York.

Að sögn Reuters má rekja skyndilega hækkun olíuverðs til átakanna fyrir botni Miðjarahafs milli Ísraelshers og Hamas liða.

Þá lét háttsettur embættismaður innan íranska hersins hafa eftir sér að til greina kæmi að tefja afhendingu á olíu frá landinu þangað til þjóðir heims hafi gripið til aðgerða gegn Ísrael.

Í utanþingsviðskiptum í New York kostar tunnan af hráolíu ú 47,5 Bandaríkjadali og hefur hækkað um tæpan 1,5 dal í morgun en í Lundúnum kostar tunnan af Brent olíu 47,7 dali og hefur hækkað um 85 cent.