Þrátt fyrir að ný stjórn hafi verið kosin á átakalausum aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, setja eldri deilumál hluthafa ennþá mark sitt á félagið. Um þessar mundir er beðið niðurstöðu dómstóla um ágreininginn sem spratt upp á aðalfundi félagsins í fyrra auk þess sem atvinnuvegaráðherra hafnaði nýverið enn einni beiðni minnihluta stjórnarinnar um skipun rannsóknarmanna.

Í viðtölum við Viðskiptablaðið að undanförnu hefur Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, ekki hikað við að lýsa þeirri skoðun sinni að átök innan hluthafahópsins séu öll runnin undan rifjum Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims hf. Það vekur því óneitanlega athygli að Guðmundur hefur nú tekið sæti í stjórninni og ýmsir sem gætu spurt hvort vinnufriðs sé að vænta á komandi misserum.

Áralöng átök að baki

Á aðalfundi félagsins í síðustu viku voru fjórir stjórnarmenn af fimm endurkjörnir. Þar að auki var Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, kjörinn í stjórn í stað Ingvars Eyfjörð. Brim á tæpan 33% eignarhlut í Vinnslustöðinni.

Nánar er fjallað um málið í Vinnslustöðinni. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Viðbót: Guðmundur Kristjánsson hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann mótmælir því sem fram kemur í viðtalinu. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér.