Vefþjónustufyrirtækin Atómstöðin og auglýsingastofan Skapalón hafa sameinast undir merkjum Skapalóns og starfsmenn eru um 15. „Skapalón er í dag fyrirtæki sem er gríðarlega sterkt hvað varðar útlitshönnun en einnig varðandi bakenda,“ segir Jonathan G. Pedersen, einn af eigendum Skapalóns.

Langur aðdragandi

Jonathan G. Pedersen segir aðdraganda sameiningarinnar langan og að Atómstöðin og Skapalón hafi lengi verið að gefa hvort öðru undir fótinn. Atómstöðin er rótgróið félag með langa sögu og stóran hóp viðskiptavina. Ástæða þess að fyrirtækin eiga svona vel saman segir Jonathan vera að Atómsstöðin sérhæfði sig í vefkerfum og öðru sem er á bakvið virkni vefsíða en Skapalón sérhæfði sig í viðmóti og öðru sem notendur sjá og upplifa. „Við vorum góðir á okkar sviði, samlegðaráhrifin voru mikil og það lá beint við að renna þessum tveimur félögum saman.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.