Í dag mun Atorka birta uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung og samkvæmt spá Greiningar Glitnis var gert ráð fyrir  666 milljóna króna hagnaði á fjórðungnum. Nýverið hefur félagið á hinn bóginn tilkynnt um sölu á Jarðborunum til Geysir Green Energy og innleysti móðurfélagið ríflega 3 milljarða króna vegna þeirrar sölu.

Í endurskoðaðri afkomuspá vegna sölunnar gerir Greining Glitnis nú ráð fyrir að hagnaður fjórðungsins verði um 3,8 milljarðar króna.

Það sem af er ári hefur hlutabréfasafnið sem skráð er í Bretlandi skilað slakri ávöxtun. Stefnt að því að skrá Promens á markað í ár, en fyrirtækið er ein stærsta óskráða eign félagsins.