Atorka Group hefur aukið hlut sinn í breska iðnfyrirtækinu Romag Holdings í 10,04% úr 6,34%, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Atorka á nú 4.345.000 hluti í Romag Holdings, eða sem samsvarar um 10,04% útgefins almenns hlutafjár félagsins. Romag er skráð á AIM-hlutabréfamarkaðinn í London.

Romag er iðnfyrirtæki í plastiðnaði og eru megin stoðir þess framleiðsla á gleri og húðunarvörum fyrir húsnæði, öryggis- og flutningsmarkaði. Fyrir hefur Atorka Group verið orðað við Low & Bonar sem starfar einnig í plastiðnaði.