Atorku Group fékk í dag áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar næstu þrjá mánuðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar kemur einnig fram að á þeim tíma verður unnið áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu félagins.

Það var í byrjun júní sem stjórn Atorku ákvað að óska eftir greiðslustöðvun meðan unnið yrði að ítarlegum tillögum að framtíð félagsins og setja fjárhagslega endurskipulagningu Atorku í lögformlegt ferli, eins og það var orðað í tilkynningu frá félaginu þá.

Sjá nánar í tengdum fréttum hér að neðan.