Aðalfundur Atorku Group hf., sem haldinn var í gær, samþykkti að greiða arð uppá  2.111 milljónir króna, eða 65% af nafnverði hlutafjár, eða 0,65 krónur á hlut. Arðgreiðslunni verður þannig háttað að 35% verður greitt út með, bréfum í  félaginu  og 30% í reiðufé.

Greiðsla í hlutum miðast við dagslokagengi  aðalfundardags, 8,10 krónur á hlut. Nemur arðgreiðslan um 26% af hagnaði ársins 2007. Viðmiðunardagur arðgreiðslu verður 11. mars 2008 en vaxtalaus útgreiðsla arðs af hálfu félagsins fari fram  31. mars 2008. Arðleysisdagur er 12. mars. Arðréttindadagur er 14. mars.

Aðalfundur Atorku samþykkti einnig að stjórn félagsins verði heimilað að kaupa hlutabréf í Atorku Group hf. að allt að 10% af nafnvirði hlutafjár eins og  það er á hverjum tíma. Kaupverð bréfanna má vera allt að 15% yfir síðasta sölugengi. Ekki eru sett lágmörk á heimild þessa, hvorki hvað varðar  kaupverð né stærð hlutar sem keyptur er hverju sinni. Með heimild þessari fellur úr gildi fyrri heimild sambærilegs efnis.