Samþykkt var á aðalfundi Atorku Group að greiða hluthöfum 30% arð af nafnvirði hlutafjár sem þýðir að arður nemur um 823 milljónum króna vegna rekstrarmá liðnu ári. Hagnaður félagsins 2005 nam tæpum 1,5 milljörðum króna.

Aðalfundur félagsins samþykkti að hluthafar geti tekið allt að helmingi arðs í formi hluta í Atorku á genginu 5,5 krónur á hlut.

Í stjórn voru kjörnir Þorsteinn Vilhelmsson, Karl Axelsson, Örn Andrésson, Hrafn Magnússon, Ólafur Njáll Sigurðsson. Magnús Gústafsson var kjörinn fyrsti varamaður og Stefán Bjarnason annar varamaður.