Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Amiad Filtration System og á eftir kaupin um 10,9% eignarhlut, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Markaðverðmæti hlutar Atorku Group er tæplega 800 milljónir króna og eru kaupin fjármögnuð með eigin fé. Félagið er skráð í Kauphöllinni í London.

Amiad er leiðandi á alþjóðamarkaði í framleiðslu á vatnshreinsibúnaði og síum, annars vegar til iðnaðar og sveitarfélaga og hins vegar til áveitugerðar.

Í tilkynningu segir að félagið sjái mikil tækifæri til að þróa vörur sínar inn á nýja markaði svo sem borun í sjó (e. offshore drilling) og hreinsunar á vatnsúrgangi á skipum (e. ballast water for ships).

Auk þess sem auknar kröfur í umhverfismálum munu auka vöxtinn á núverandi og nýjum mörkuðum á næstu árum.