Atorka Group hf hefur keypt 1.490.000 hluti í Romag Holdings plc eða sem samsvarar u.þ.b. 6,34% útgefins almenns hlutafjár félagsins, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Romag er iðnfyrirtæki í plastiðnaði og eru megin stoðir þess framleiðsla á gleri og húðunarvörum fyrir húsnæði, öryggis- og flutningsmarkaði. Fyrir hefur Atorka Group verið orðað við Low & Bonar sem starfar einnig í plastiðnaði.

Hlutir Romag Holdings plc eru skráðir á AIM markaðinn í London.