Frá og með morgundeginum mun ný og breytt Úrvalsvísitala ganga í gildi. Auk breytinga á vægi félaganna innan vísitölunnar kemur nýtt félag inn í vísitöluna í fyrsta sinn. Fjárfestingafélagið Atorka hf. kemur í stað Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna en bréf SH komu ekki til greina við val vísitölunnar nú þar sem félagið uppfyllir ekki lengur almenn skráningarskilyrði Kauphallarinnar.

Greinginardeild KB banka gaf út sérefni þann 11. júní um nýja samsetningu vísitölunnar þar sem m.a. kemur fram eftir hvaða reglum er farið við val vísitölunnar auk staðreynda um flotaðlagað markaðsvirði, minnkandi verðbil og seljanleika innan Kauphallarinnar.