Atorka hefur ásamt stærstu kröfuhöfunum unnið að áframhaldandi framlengingu á kyrrstöðusamningnum, auk þess að ræða við aðra lánardrottna um aðild að samningnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atorku til Kauphallarinnar en þann 25. mars sl. tilkynnti Atorka Group hf. (Atorka) um framlengingu á kyrrstöðusamningi til 31. mars 2009.

Þá kemur fram að í dag náðist samkomulag um að framlengja kyrrstöðusamningnum til 30. apríl n.k.  Fram að þeim tíma mun Atorka ásamt aðilum kyrrstöðusamningsins vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

„Á bak við kyrrstöðusamninginn standa lánadrottnar sem eiga 98% af kröfum á hendur félaginu,“ segir í tilkynningunni.