Atorka Group hefur selt allan hlut sinn í Shanghai Century Acquisition (SHA) sem er skráð á AMEX í New York.

SHA hafði tilkynnt um kaup á Kelun Pharmaceuticals, ört vaxandi samheitalyfjafyrirtæki í Kína, en kaupin gengu til baka þar sem kínversk yfirvöld lögðu ekki blessun sína yfir þau.

Alls átti Atorka tæplega 24% hlut í SHA sem metinn var á 2,5 milljarða króna, segir greiningardeild Kaupþings. Atorka hefur horft til fjárfestinga í vaxtargeirum í Asíu og er þannig stærsti hluthafinn í Asia Environment Holding.

Félagið, sem er skráð í Kauphöllina í Singapúr, er leiðandi framleiðandi á vatnshreinsilausnum í Kína og vinnur meðal annars að uppbyggingu vatnshreinsistöðva þarlendis.