*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 7. desember 2012 14:04

Átt þú pantað á jólahlaðborð?

Fjölmargir veitingastaðir bjóða nú upp á jólahlaðborð en Viðskiptablaðið leit við á veitingastaðnum Satt og Jómfrúnni.

Edda Hermannsdóttir
Hleð spilara...

Jólahlaðborðin hófust á Satt þann 15. október en þegar Viðskiptablaðið leit við var mikið um að vera. Staðurinn opnaði eftir breytingar fyrir tveimur árum síðan en margir hafa sótt jólahlaðborð hótelsins í mörg ár. Fyrir þá sem vilja hinsvegar forðast fitu og salt þessi jól þá er hægt að velja úr miklu af heilsu-jólaborðinu.

Veitingastaðurinn Jómfrúnna þarf vart að kynna en staðurinn heldur nú sín 16. jól. Þar er ekki hefðbundið jólahlaðborð heldur er jólaplatti og norræn stemning svífur yfir vötnum.