*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 5. nóvember 2013 08:29

Átta hundruð bækur gefnar út

Fjöldi bóka sem kemur út fyrir jólin er svipaður í fyrra.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Um 800 titlar eru í bókatíðindum fyrir þessi jól og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Þetta kom fram í máli Bryndísar Loftsdóttur, hjá félagi íslenskra bókaútgefenda, í samtali við Morgunútvarp RÚV í morgun. 

Bryndís segir að þetta sé svipaður fjöldi og hafi verið í fyrra. Í fyrra seldist mest af bókinni um Gísla á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur.  

Bókaáhugi Íslendinga hefur að undanförnu vakið athygli út fyrir landsteinana. Stutt er síðan breski fréttavefurinn BBC birti fréttir þess efnis að tíundi hver Íslendingur skrifaði bók. 

Stikkorð: Bókatíðindi