Um 800 titlar eru í bókatíðindum fyrir þessi jól og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Þetta kom fram í máli Bryndísar Loftsdóttur, hjá félagi íslenskra bókaútgefenda, í samtali við Morgunútvarp RÚV í morgun.

Bryndís segir að þetta sé svipaður fjöldi og hafi verið í fyrra. Í fyrra seldist mest af bókinni um Gísla á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur.

Bókaáhugi Íslendinga hefur að undanförnu vakið athygli út fyrir landsteinana. Stutt er síðan breski fréttavefurinn BBC birti fréttir þess efnis að tíundi hver Íslendingur skrifaði bók.