Átta manns var sagt upp störfu við álverið í Straumsvík í gær og í fyrradag. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi segir, við Morgunblaðið í dag, að verið sé að fækka stöðugildum um 40 en átta hafi verið sagt upp.

„Þetta er gert vegna mikils taprekstrar það sem af er árinu. Það varð tæplega tveggja milljarða tap hjá okkur í fyrra og það er ennþá tap á þessu ári,“ segir hann.

Ólafur segir lágt álverð helst skýra lélegt gengi fyrirtækisins en þar að auki hafi verð á aðföngum hækkað.