Þann 1. júní síðastliðinn, bættust átta nýir eigendur við eigendahóp Deloitte. Eftir þessa viðbót eru eigendurnir samtals 39 einstaklingar sem starfa á öllum fagsviðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Deloitte.

Nýju eigendurnir eru Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Davíð Stefán Guðmundsson, Páll Daði Ásgeirsson, Harpa Þorláksdóttir, Jón Eyfjörð Friðriksson, Árni Þór Vilhelmsson, Runólfur Þór Sanders og Pétur Hansson.

„Aukin breidd í þjónustuframboði og viðameiri alþjóðleg tengsl hefur leitt af sér breytingar í eigendahópi Deloitte. Sú fjölgun sem hefur orðið í hópnum undanfarin ár er þvert á þjónustulínur félagsins. Það er í takt við lengri tíma stefnu Deloitte um að styrkja stoðir allra okkar sviða og þá með sérstaka áherslu á ráðgjafaþátt starfseminnar,“ segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.