Átta ein­staklingar hafa sótt um tvö em­bætti héraðs­dómara. Þetta kemur fram á vef stjórnar­ráðsins en þar segir að skipað verði í dóm­ara­­em­bætti við Héraðs­dóm Reykja­vík­ur frá og með 1. sept­em­ber næst­komandi.

Þá verður einnig sett í em­bætti héraðs­dóm­ara við sama dóm­­stól á meðan leyfi héraðs­dóm­ara stend­ur.

Um­sækj­endur um em­bættin eru eftir­taldir:

  • Finnur Vil­hjálms­son sak­sóknari,
  • Guð­rún Sesselja Arnar­dóttir lög­maður,
  • Hákon Þor­steins­son lög­fræðingur,
  • Logi Kjartans­son lög­fræðingur,
  • Oddur Þorri Viðars­son lög­fræðingur,
  • Sól­veig Inga­dóttir að­stoðar­maður héraðs­dómara,
  • Stefanía G. Sæ­munds­dóttir sak­sóknari,
  • Sigurður Jóns­son lög­maður.

Um­sóknir verða af­hentar dóm­nefnd um hæfni um­sækj­enda um em­bætti dómara til með­ferðar hið fyrsta.