Alþjóðasamband flugfélaga (e. IATA) telur að það muni þurfi jafngildi 8.000 Boeing 747 flugvéla til þess að ferja bóluefni gegn kórónuveirufaraldrinum, þegar framleiðslu hefst. Verkefnið er talið eitt stærsta flutningsverkefni fyrr og síðar.

Hafa Alþjóðasambönd flugfélaga nú þegar hafið viðræður með flugfélögum, flugvöllum og lyfjaframleiðendum til þess að skipuleggja fyrirkomulagið á flutningunum. Gert er ráð fyrir að hver manneskja muni einungis þurfa einn skammt af bóluefni, slíkt kann að reynast rangt.

Að ferja bóluefni er talið flóknara en að ferja almennan farm. Bóluefnin þurfa að vera í 2-8 gráðum á selsíus, jafnvel við frostmark og því ekki allar flugvélar hentugar fyrir slíkan flutning. Umfjöllun á vef BBC.

Eins og staðan er núna telur Alþjóðasamband flugfélaga að ómögulegt væri að ferja bóluefni til Afríku. Meðal annars vegna skorts á vöruflutningsgetu, hve stór heimsálfan er og hve flókin staða er við landamæri ríkjanna innan Afríku.