Átta tilboð bárust í Vélamiðstöð Reykjavíkur í dag. Skúli Bjarnason, hæstaréttalögmaður og ráðgjafi verkefnisstjórnar um sölu fyrirtækisins, segist munu fara yfir tilboðin með bjóðendum eftir helgina. Ýmis frávik þurfi að fara yfir eins og vant er. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Reykjavíkurborg og Orkuveitan eru eigendur Vélamiðstöðvarinnar og helstu leigutakar. Vélamiðstöðin er þjónustufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í útleigu á bifreiðum og tækjum, bæði fólksbílum og atvinnubílum, svo sem sorphirðubílum.