Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 3. maí til og með 9. maí 2013 var 80. Þar af voru 59 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.690 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,6 milljónir króna. Meðaltal síðustu tólf vikna er 102 samningar á viku með meðalupphæð á samning upp á 33,8 milljónir króna. Kemur þetta fram á vefsíðu Þjóðskrár.

Á sama tíma var 12 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 189 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,8 milljónir króna.

Níu kaupsamningum var þinglýst á Akureyri. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 281 milljón króna og meðalupphæð á samning 31,2 milljónir króna.

Að lokum var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um eign í sérbýli. Upphæð samningsins var 15,5 milljónir króna.