Nýlega hittust á Íslandi um áttatíu lykilstjórnendur Alvogen frá starfsstöðvum félagsins í 25 löndum víðs vegar um heim. Er þetta í fyrsta sinn sem fundurinn er haldinn á Íslandi, en tilgangur fundarins var að kynna og ræða framtíðarsýn og áherslur komandi árs og tengja saman stjórnendur samstæðunnar. Fundurinn var í 3 daga og voru fundirnir haldnir í Hellisheiðarvirkjun, í Bláa Lóninu og á skrifstofu Alvogen í Turninum í Kópavogi.

Fundurinn mun hafa gengið vel fyrir sig og voru margir stjórnendur Alvogen að koma í fyrsta skipti til Íslands. Hluti af dagskrá fundarins var hópefli og hópnum gafst tækifæri til að kynnast Íslandi og farið var m.a. með hópinn á fjórhjól upp á Hellisheiði í hellaskoðun og í skemmtilegan kvöldverð í Víkingaskála undir Ingólfsfjalli þar sem íslenskir víkingar tóku á móti hópnum og sýndu krafta sína. Svo var að sjálfsögðu farið með hópinn í Bláa lónið.