Mynd (frá vinstri): Guðríður Sigurðardóttir frá Attentus, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Elva Gylfadóttir, starfsþróunarstjóri HB Granda.
Mynd (frá vinstri): Guðríður Sigurðardóttir frá Attentus, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Elva Gylfadóttir, starfsþróunarstjóri HB Granda.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

HB Grandi hf. og Attentus – mannauður og ráðgjöf hafa gert með sér samning um að sérfræðingar Attentus hafi heildarumsjón með starfmannamálum HB Granda í samvinnu við starfsþróunarstjóra félagsins. Fram kemur í tilkynningu segir að markmiðið með samningnum er að HB Grandi fái bestu mögulega þjónustu og ráðgjöf í stjórnun mannauðsmála.

HB Grandi hf. er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og hefur skipað sér í fremstu röð fyrirtækja á sínu sviði. 
 Hjá fyrirtækinu vinna um 700 starfsmenn til sjós og lands. Með samstarfinu við Attentus vill HB Grandi styrkja og efla stjórnun starfsmannamála sem mikilvægan þátt í að efla og viðhalda góðum árangri fyrirtækisins.

Fleiri flytja mannauðsmálin úr húsi

Þá segir í tilkynningunni að úthýsing mannauðsmála hafi færst í vöxt hjá fyrirtækjum hér á landi eins og annarstaðar í heiminum. Þessi leið gefi fyrirtækjum tækifæri til að draga úr kostnaði en á sama tíma efla faglega mannauðsþjónustu, stuðning og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk.

Attentus veitir ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri og stjórnun út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Árið 2012 fékk fyrirtækið hvatningarverðlaun FKA fyrir að eiga meðal annars frumkvæði að því að bjóða fyrirtækjum og stofnunum lausnina „mannauðsstjóri til leigu.” Hjá Attentus starfa nú átta starfsmenn, sex ráðgjafar og tveir sérfræðingar, sem sinna verkefnum á þessu sviði.

Á myndinni hér að ofan má sjá þau Guðríði Sigurðardóttur frá Attentus, Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, og Elvu Gylfadóttur, starfsþróunarstjóra HB Granda.