*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Innlent 13. júní 2018 14:33

Attestor íhugar að selja meira í Arion

Arion banki hefur ákveðið að þrengja verðbilið í útboðinu úr 68-79 í 73-75 krónur því áskriftirnar sem hafa borist á því eru nægar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Umsjónaraðilar hlutafjárútboðs Arion banka, sem fram fer til klukkan 15:00 í dag fyrir almenna fjárfesta og til hádegis á morgun fyrir fagfjárfesta, hafa ákveðið að uppfæra verðbil útboðsins.

Ákvörðunin er tekin í samráði við seljendur hluta í bankanum en til viðbótar við Kaupþing og fleiri aðila sem upphaflega ætluðu að taka þátt í því íhugar sjóður á vegum Attestor Capital vogunarsjóðsins nú að selja 3% eignarhluta sinn í bankanum. Um er að ræða Trinity Investments Designated Activity Company.

Áskriftirnar sem borist hafa frá opnun tilboðsbóka hafa verið á hinu nýja verðbili eða hærra, en þær hafa verið umfram þá hluti sem eru í boði í grunnstærð útboðsins eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun. Þetta þýðir að verðbilið fer úr 68 til 79 krónur á hlut í 73 til 75 krónur á hvern hlut.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: