Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn, og eða vogunarsjóðurinn, Attostor Capital LLP hefur selt nærri helming hluta sinna í Arion banka, eða 50 milljónir bréfa, og hefur eignarhlutur hans í bankanum minnkað úr um 5,6% hlut niður í 2,89%.

Markaðsvirði bréfa Arion banka nemur nú 82,00 krónum, eftir 1,49% hækkun í þeim 1,1 milljarða króna viðskiptum sem skráð eru í íslensku kauphöllinni í dag. Miðað við það verð nema þessi viðskipti um 4,1 milljarði íslenskra króna, en hafa verður í huga að hluti bréfa í Arion banka eru skráð í sænsku kauphöllina.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur Attestor ekki verið í hópi stærstu eigenda í Arion banka á síðustu misserum, en fyrir um ári var sjóðurinn eigandi um 12,5% bréfa í bankanum beint, en sjóðurinn var meðal kröfuhafanna sem eignuðust bankann eftir hrunið.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: