Hlutabréf í Hampiðjunni gengu kaupum og sölum fyrir alls 219 milljónir króna í 136 viðskiptum í dag sem er 10. mesta velta frá skráningu félagsins á First north hliðarmarkaðinn árið 2007 og mesti fjöldi viðskipta á einum degi, svo miklu munar.

Félagið – sem hefur verið skráð í Kauphöllina frá 1993 – færði sig upp á aðalmarkað á ný í morgun með pomp og prakt, en Hjörtur Erlendsson forstjóri þess hringdi inn opnun markaða í netaverkstæði veiðafæraframleiðandans við Skarfagarða.

Við það gátu hátt í 4 þúsund þátttakendur í nýafstöðnu hlutafjárútboði félagsins fyrst farið að stunda viðskipti með bréfin eftir að hafa fengið þau afhent í morgun. Hampiðjan er nú 9. stærsta félag á aðalmarkaði með ríflega 80 milljarða króna markaðsvirði.

Tæpur helmingur viðskipta dagsins var með 4.166 bréf eða færri, þann fjölda sem 500 þúsund króna áskrift í A-bók skilaði, en fjárfestar voru óskertir upp að þeirri fjárhæð. Athygli vekur þó að alls voru 53 viðskipti innan viðskiptakerfis Kauphallarinnar að frumkvæði kaupanda, á móti 76 að frumkvæði seljanda (slíkt er ekki gefið upp fyrir utanþingsviðskipti).

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði