Líftæknifyrirtækið ORF Líftækni jók hagnað sinn úr 8 milljónum króna árið 2014 í 64 milljónir árið 2015.

Í ársskýrslu félagsins segir að rekstur þess hafi verið með svipuðu móti í ár og síðastliðið ár. Heildarvelta félagsins 2015 nam 554 milljónum króna og jókst um 65 milljónir króna frá árinu áður. Fjöldi ársverka á árinu var 38.

Eigið fé fyrirtækisins nam 205 milljónum og handbært fé í árslok var um 6 milljónir. Í lok árs voru hluthafar félagsins 99 en voru 91 í ársbyrjun. Stærsti hluthafinn er FIVE Invest ehf. með 33,71% hlut en næststærstur er Torka ehf. með 16,8% hlut.