Á morgun átti að halda hlutahafafund hjá Stoðum (áður FL Group), samkvæmt auglýsingum í fjölmiðlum. Þar áttu hluthafar að kjósa um hlutafjáraukningu á B og C hlutum – en slík bréf bera ekki atkvæðisrétt – með það fyrir augum að renna 40% hlut í Baugi undir Stoðir. Greiða átti fyrir hlutinn með með B-hlutabréfum í Stoðum eignarhaldsfélagi.

Í morgun var tilkynnt um björgunaraðgerðir íslenskra stjórnarvalda á hendur Glitnis en þau hafa keypt 75% hlut í Glitni á 600 milljónir evra. Skömmu síðar tilkynnti Stoðir, kjölfestu fjárfestir Glitnis, um að það hafi óskað eftir greiðslustöðvun.

Síðastliðinn júlí var tilkynnt um að Stoðir hefði keypt tæplega 40% hlut í Baugi Group fyrir 25 milljarða króna. Seljandi hlutarins var Styrkur Invest (áður BG Capital), sem er að meirihluta í eigu Gaums, félags í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fjölskylda Jóns Ásgeirs var stærsti hluthafi Stoða.

Hjá Stoðum starfa ríflega 20 starfsmann, samkvæmt upplýsingum frá félaginu.

Ekki náðist í talsmenn Baugs við vinnslu fréttarinnar.