*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 26. mars 2017 16:05

Áttu einnig kröfur á Glitni

Taconic Capital er enn hluti af eignarhaldsfélagi Glitnis en hinir tveir seldu sig út eftir nauðasamninga.

Alexander F. Einarsson

Vogunarsjóðirnir þrír sem eru nú beinir hluthafar í Arion banka voru einnig meðal kröfuhafa Glitnis um tíma. Taconic Capital er enn hluti af eignarhaldsfélagi Glitnis en hinir tveir seldu sig út eftir nauðasamninga.

Um áramótin átti Taconic 15,2% af heildarhlutafé Glitnis, sem hefur að vísu þegar greitt stóran hluta eigna sinna til hluthafa. Við nauðasamninga átti Attestor kröfur á Glitni upp á 11,5 milljarða króna að nafnvirði og Och-Ziff átti kröfur upp á 38,3 milljarða.

Líkt og í tilfelli Kaupþings voru þessir sjóðir ekki meðal fyrstu kröfuhafa Glitnis. Mest átti Och-Ziff kröfur á Glitni upp á rúma 75 milljarða í október 2013. Sjóðurinn hóf hins vegar að selja kröfurnar í miklum mæli næstu árin og jók í staðinn stöðu sína í Kaupþingi til muna. Hægt er að lesa sögulega umfjöllun Viðskiptablaðsins um sjóðina sem keyptu í Arion banka hér.  

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Glitnir kröfuhafar sjóðir