Askar Capital var umsvifamikið á íslenskum fjármálamarkaði fyrir hrun, það var með starfsemi í Bandaríkjunum, Indlandi, Lúxemborg og Rúmeníu en Tryggvi Þór Herbertsson var forstjóri þess til ársins 2008.

Nú þegar fyrirtækið Askar Capital hefur lokið slitameðferð sinni kemur í ljós að upp í rúmlega 7,4 milljarða heildarkröfur voru greiddir rétt rúmir þrír milljarðar, eða um 40,8% krafna.

Skiptum í búinu lauk 30. desember síðastliðinn en það var tekið til gjaldþrotaskipta 25. september árið 2015.

Forgangskröfur námu 77 milljónum sem fengust greiddar að fullu en almennar kröfur voru að upphæð 7.364.369.959 krónur, en upp í þær voru greiddir 3.010.151.861 krónur.