Tölur frá Hagstofu Íslands í morgun sýna að 12 mánaða verðbólga er nú 11,8% hér á landi.

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningadeildar Landsbankans, segist alls ekki hafa átt von á svo mikilli verðbólgu.

„Þeir sem taka ákvarðanir um verðlagningu telja greinilega að þeir geti velt út stærri hluta en við töldum. Þetta hlýtur að koma hafa áhrif á eftirspurn nema hækkunin fari öll út í launin aftur og menn hljóta að þurfa að draga úr hækkunum þegar frá líður," segir Edda Rós.

_____________________________________

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .