Bæði atvinna og meðallaun jukust í mars. Hlutfall atvinnuleysis féll um 0,1% og stendur nú í 4,9%. Ríflega 215 þúsund manns réðu sig til vinnu í mánuðinum. 63% Bandaríkjamanna eru þá þátttakendur á vinnumarkaði.

Meðallaun á klukkustund jukust um 0,3 prósentustig, sem gerir það að verkum að launahækkanir á árinu eru um 2,3% hingað til. Spár hagfræðinga höfðu verið í kringum 0,1% hækkun, en niðurstaðan gefur í skyn að laun séu almennt að hækka þarlendis.

Sérfræðingar telja þó að bandaríski seðlabankinn sé engu líklegri til að hækka stýrivexti sína fyrir vikið, þar eð hann fylgist einbeittur með efnahagslegri þróun á alþjóðlegum skala við mat á peningastefnu sinni.