„Það er gegnumgangandi á sviði rannsókna á tengslum vinnumarkaðs og offitu að tengsl finnast oftar og í meiri mæli hjá konum,“ segir Sif Jónsdóttir heilsuhagfræðingur um niðurstöður rannsóknar hennar og Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur á holdafari þeirra sem misstu vinnuna eftir efnahagshrunið.

„Margir hafa velt því fyrir sér hverjar ástæðurnar séu og menn hafa látið sér detta í hug að fitufordómar og mismunun byggð á þyngd sé konum erfiðari en körlum á vinnumarkaði. Það er erfitt að sannreyna slíkt, þó að vissulega virðist þetta ekki ólíkleg skýring. Í þessari rannsókn finnum við þennan sama kynjamun. Við sjáum töluverð áhrif hjá konum en ekki hjá körlum. Hins vegar er langsótt að mismunun skýri þessar niðurstöður og því veltir maður fyrir sér hvort þessi munur á milli kynjanna byggi á einhverju öðru en þeirri skýringu sem hefur virst nærtækust,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.