*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 19. febrúar 2016 17:55

Atvinnubílar og jeppar

Bílabúð Benna og Toyota verður með sérstaka atvinnubíla- og jeppasýningar um helgina.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bílabúð Benna verður með sérstaka atvinnubílasýningu á morgun laugardag kl. 12-16. Þar verða til sýnis sendibílarnir frá Opel en þeir eru Vivaro, Movano eða Combo. Þeir fast í mörgum útfærslum og eru vel búnir og þykja hagkvæmir og notadrjúgir.

Þá heldur Toyota árlega jeppasýningu sína í Kauptúni í Garðabæ. Þetta er í 7. sinn sem jeppasýningin er haldin en hún hefur unnið sér sess meðal jeppaáhugamanna sem einn af hápunktum ársins. Framundan er sá tími þegar vetrarferðamennska á jeppum nær hámarki en jafnfram er stutt í vorið og margir farnir að huga að jeppaferðum sumarsins. 

Jeppasýningin er að þessu sinni haldin í samvinnu við Ellingsen. Á sýningunni verða Land Cruiser, Hilux og RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Einnig verða fjórhjól, sexhjól, BUGGY bílar, kajakar, veiðistangir, reiðhjól og útivistarfatnaður til sýnis. Á sýningunni verða Brenderup kerrur og talstöðvar frá Motorola, meðan Klettur sýnir dekkin undir bílana.

Stikkorð: Bílar Toyota Bílabúð Benna